Oxus ehf starfar í eigin húsnæði, Akralind 6, í Kópavogi. Fyrirtækið var stofnað árið 1993 en hefur starfað í núverandi mynd frá janúar 2002 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Oxus ehf sérhæfir sig í að þjónusta glugga- og hurðaframleiðendur og verslanir með gluggalamakerfi, hurðalamir, gluggalæsingar, hurðalæsingar, hurðapumpur, bréfalúgur, skápahöldur, glerjunarefni, þéttingar og margt fleira. Oxus ehf leggur mikið upp úr því að bjóða upp á vandaðar vörur á hóflegu verði.